Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   sun 23. febrúar 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Auba er mikilvægastur - Saka þarf að bæta sig
Mikel Arteta var mjög ánægður eftir 3-2 sigur Arsenal gegn Everton í dag. Þetta var þriðji sigur Arsenal á sjö dögum eftir að hafa lagt Newcastle og Olympiakos að velli síðustu vikuna.

„Ég er stoltur af strákunum, þetta er þriðji sigurinn á sjö dögum og leikmennirnir eru dauðþreyttir. Sead Kolasinac fór útaf vegna meiðsla á öxl og það var erfitt að eiga bara tvær skiptingar því leikmenn voru að fá krampa um allan völl," sagði Arteta og hrósaði svo Leno og Aubameyang.

,Aubameyang skilaði inn virkilega góðri varnarvinnu í dag. Ég hafði efasemdir um baráttuvilja hans og metnað áður en ég tók við en hann er heldur betur búinn að sanna sig síðan þá. Hann er okkar mikilvægasti leikmaður og einhvern veginn þurfum við að sannfæra hann um að vera áfram hjá félaginu."

Hinn bráðefnilegi Bukayo Saka kom inn fyrir Kolasinac í fyrri hálfleik og lagði upp fyrir Eddie Nketiah skömmu síðar. Arteta er ánægður með hans framlag sóknarlega en segir ungstirnið enn geta bætt margt við sinn leik. Saka er aðeins 18 ára gamall og kantmaður að upplagi, en hefur verið að spila sem vinstri bakvörður.

„Ég var mjög ánægður með stoðsendiguna en Saka þarf að bæta sig á öðrum sviðum. Hann þarf helst að læra að staðsetja sig rétt á vellinum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner