Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 15:03
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ludogorets sendir fyrirspurn á Inter og UEFA vegna veirunnar
Það verður ekki spilað á San Siro í dag, en spurningin er hvort það verði gert á fimmtudaginn?
Það verður ekki spilað á San Siro í dag, en spurningin er hvort það verði gert á fimmtudaginn?
Mynd: Getty Images
Kóróna veiran veldur nú vandræðum á Ítalíu og hefur orðið til þess að fjölda leikja hefur verið frestað í ítalska boltanum, fjórum leikjum hefur verið frestað í efstu deild í dag.

Inter átti að spila við Sampdoria í kvöld en þeim leik hefur verið frestað. Inter á að taka á móti Ludogorets í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Forsvarsmenn búlgarska félagsins hafa áhyggjur af stöðu mála á Ítalíu og hafa óskað eftir nánari upplýsingum frá UEFA og Inter um stöðuna sem upp er komin.

„FC Ludogorets hefur sent fyrirspurn á UEFA og Inter vegna stöðu mála í Lombardy héraði á Ítalíu þar sem höfuðborgin Mílanó er. Þar hefur fólk smitast síðustu daga af kóróna veirunni," segir í tilkynningu félagsins.

Um 600 stuðningsmenn búlgörsku meistaranna ætla að styðja sitt lið á San Siro á fimmtudaginn. Inter vann fyrri leik liðanna 0-2 í Búlgaríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner