Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar og Theodór töpuðu - Aron Elís kom við sögu með OB
Viðar Örn hefur ekki tekist að opna markareikninginn í Tyrklandi.
Viðar Örn hefur ekki tekist að opna markareikninginn í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís er búinn að koma inn af bekknum í báðum leikjum OB frá komu hans til félagsins.
Aron Elís er búinn að koma inn af bekknum í báðum leikjum OB frá komu hans til félagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson og Theodór Elmar Bjarnason voru í tapliðum í tyrkneska boltanum í dag.

Viðar Örn spilaði síðasta korterið í tapi Yeni Malatyaspor gegn Antalyaspor á heimavelli. Staðan var jöfn 1-1 þar til undir lokin, þegar Lukas Podolski var skipt inn af bekknum á 87. mínútu.

Það tók Podolski aðeins tvær mínútur að skora og reyndist það sigurmarkið.

Þetta var fimmta tapið í röð hjá Malatyaspor og er liðið fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur.

Theodór Elmar spilaði fyrri hálfleik í 0-2 tapi Akhisarspor gegn Karagumruk í B-deildinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Þetta tap var skellur fyrir Theodór og félaga sem eru í harðri baráttu um umspilssæti. Þeir eru núna tveimur stigum frá Karagumruk - sem situr í síðasta umspilssætinu.

Yeni Malatyaspor 1 - 2 Antalyaspor
0-1 Fredy ('8)
1-1 U. Bulut ('29)
1-2 Lukas Podolski ('89)

Akhisarspor 0 - 2 Karagumruk
0-1 I. Emeghara ('10)
0-2 A. Sobiech ('29)

Aron Elís Þrándarson spilaði síðustu 25 mínúturnar í markalausu jafntefli OB gegn Randers í efstu deild í Danmörku.

Frederik Schram var ónotaður varamaður hjá Lyngby rétt eins og Eggert Gunnþór Jónsson hjá SönderjyskE. Lyngby vann gegn Esbjerg á meðan SönderjyskE tapaði fyrir Nordsjælland.

Ragnar Sigurðsson var þá ekki í hópi Kaupmannahafnar vegna vöðvameiðsla. FCK gerði óvænt jafntefli við botnlið Silkeborg og er áfram í öðru sæti, níu stigum eftir toppliði Midtjylland þegar fjórar umferðir eru eftir fyrir úrslitakeppnina.

Sömu sögu er að segja af Hirti Hermannssyni sem er ekki í hóp hjá Bröndby vegna meiðsla. Bröndby er að spila við Álaborg þessa stundina.

Nordsjælland 2 - 1 SönderjyskE

Lyngby 2 - 0 Esbjerg

Randers 0 - 0 OB

Silkeborg 1 - 1 Kaupmannahöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner