Serbía og Ísland eru að gera 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar, en það var Hlín Eiríksdóttir sem jafnaði metin fyrir íslenska liðið.
Serbar komust í forystu á 19. mínútu með marki Tijönu Filipovic en það tók íslenska liðið aðeins fimm mínútur að jafna metin.
Hlín Eiríksdóttir gerði markið. Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast inn í teiginn og varð smá vandræðagangur í teignum áður en Hlín kom boltanum inn fyrir línuna. Einhverjir vilja meina að þetta væri sjálfsmark en við skráum þetta á Hlín í bili.
Tæpar fimmtán mínútur eru eftir af fyrri hálfleiknum. Þær íslensku hafa verið að bíta frá sér eftir jöfnunarmarkið og er liðið líklegt til að bæta við öðru.
Íslendingar voru fljótir að jafna gegn Serbum. Var þetta ekki sjálfsmark? pic.twitter.com/B5suhlBbPx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 23, 2024
Athugasemdir