Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mið 23. mars 2016 14:45
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Heimir: Gerum örugglega breytingar á liðinu
Borgun
Heimir á æfingu í Herning í morgun.
Heimir á æfingu í Herning í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Borgun
Frá æfingu landsliðsins í morgun.
Frá æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er kraftur í strákunum á æfingu og ég býst við að við munum eiga fínan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag um vináttuleikinn gegn Dönum annað kvöld.

Heimir og Lars Lagerback ætla að gefa mörgum leikmönnum tækifæri á morgun sem og gegn Grikkjum á þriðjudag. Heimir reiknar með að byrjunarliðið á morgun verði ekki það sama og í undankeppni EM.

„Við gerum örugglega einhverjar breytingar frá því á liðinu sem spilaði í undankeppninni," sagði Heimir og bætir við að breytingar verði á millli leikjanna á morgun og þriðjudag.

„Við reynum að sjá sem flesta leikmenn í þessu verkefni. Ég býst ekki við að einhver leikmaður spili tvisvar sinnum 90 mínútur. Maður veiet aldrei en það er ólíklegra en hitt."

Danir verða líklega með þriggja manna vörn gegn Íslendingum annað kvöld en þeir eru að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Age Hareide.

„Við spilum svæðisvörn og það skiptir engu hvaða leikaðferð andstæðingurinn hefur, við eigum að geta útfært okkar varnarleik á sama hátt. Það væri gaman að keppa við þriggja miðvarða kerfi í tveimur leikjum því Grikkir hafa líka verið að prófa það," sagði Heimir sem er bjartsýnn á sigur á morgun.

„Það væri voða gaman og gott fyrir sjálfstraustið að vinna Danina. Eigum við ekki að segja að núna sé komið að því," sagði Heimir brosandi.

Leikirnir gegn Dönum og Grikkjum eru þeir síðustu áður en hópurinn verður tilkynntur fyrir EM í Frakklandi. Heimir segir að ferðin núna sé mikilvæg í undirbúningi fyrir EM.

„Við erum að nýta þessa ferð líka til að hugsa um Frakkland og kynna reglur. Það er ýmislegt sem snýr að öryggi, fjölmiðlum, læknistestum og fleiru. Það er ágætt að geta unnið það fyrirfram, þannig að það sé ekki allt nýtt þegar við komum til Frakklands," sagði Heimir sem reiknar með að væntingar hjá íslensku þjóðinni verði miklar í sumar.

„Auðvitað höfum við áhyggjur af því. Það er íslenskt og eitthvað sem búast má við, að menn fari fram úr sér. Við höfum bent á að íslenskur fótbolti stendur og fellur ekki með einum mánuði í Frakklandi 2016. Það skiptir öllu máli að halda áfram stöðugleika. Fyrst og fremst verðum við að njóta þess að vera í lokakeppni, ekki springa úr spenningi og fá það allt í andlitið. Við þurfum að njóta þess að vera þarna og taka þátt í því í stað þess að byggja upp of mikla spennu," sagði Heimir.

Við vitum ekki hvaða leikmenn hann ætlar að nota .
Athugasemdir
banner
banner