Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fim 23. mars 2023 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Okkar leikplan varð erfiðara þar sem þeir voru með fimm
Icelandair
Arnór í baráttu í kvöld.
Arnór í baráttu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þeir komust í 1-0 þá eigum við okkar besta kafla í fyrra. Síðan refsa þeir okkur með öðru marki," sagði Arnór Sigurðsson eftir 3-0 tap Ísland gegn Bosníu í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Þeir verjast vel, lokuðu á svæðin sem við viljum sækja í. Mörkin sem við fengum á okkur er lélegur varnarleikur. Þeir refsa okkur fyrir það."

Íslenska liðinu tókst ekki að reyna mikið á markvörð Bosníu í leiknum.

„Við eigum að skapa meira. Við erum með skapandi leikmenn fram á við en fundum ekki taktinn, fundum ekki svæðin. Þeir voru vel skipulagðir og lokuðu á réttu svæðin. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en að sama skapi vorum við sjálfum okkur verstir."

Leikurinn var ekki eins og íslenska liðið ætlaði sér. „Við vissum að þeir gætu mögulega farið í fimm manna varnarlínu, en við bjuggumst við þeim í fjögurra manna lína. Okkar leikplan varð erfiðara þar sem þeir voru með fimm. Þeir voru vel skipulagðir og refsa okkur fyrir okkar mistök."

Getum við barist við þá um annað sætið í riðlinum. „Ekki spurning. Það er hellingur eftir af þessu og það getur mikið gerst. Við megum ekki gefast upp eftir fyrsta leik."
Athugasemdir
banner
banner