
„Þegar þeir komust í 1-0 þá eigum við okkar besta kafla í fyrra. Síðan refsa þeir okkur með öðru marki," sagði Arnór Sigurðsson eftir 3-0 tap Ísland gegn Bosníu í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
„Þeir verjast vel, lokuðu á svæðin sem við viljum sækja í. Mörkin sem við fengum á okkur er lélegur varnarleikur. Þeir refsa okkur fyrir það."
Íslenska liðinu tókst ekki að reyna mikið á markvörð Bosníu í leiknum.
„Við eigum að skapa meira. Við erum með skapandi leikmenn fram á við en fundum ekki taktinn, fundum ekki svæðin. Þeir voru vel skipulagðir og lokuðu á réttu svæðin. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en að sama skapi vorum við sjálfum okkur verstir."
Leikurinn var ekki eins og íslenska liðið ætlaði sér. „Við vissum að þeir gætu mögulega farið í fimm manna varnarlínu, en við bjuggumst við þeim í fjögurra manna lína. Okkar leikplan varð erfiðara þar sem þeir voru með fimm. Þeir voru vel skipulagðir og refsa okkur fyrir okkar mistök."
Getum við barist við þá um annað sætið í riðlinum. „Ekki spurning. Það er hellingur eftir af þessu og það getur mikið gerst. Við megum ekki gefast upp eftir fyrsta leik."
Athugasemdir