Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. apríl 2019 16:59
Elvar Geir Magnússon
Atletico Madrid vill fá Grujic
Marko Grujic.
Marko Grujic.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid vill fá Marko Grujic, leikmann Liverpool, en þyrfti að reiða fram 45 milljónir evra. Þetta segir ESPN.

Serbneski landsliðsmaðurinn kom til Liverpool frá Rauðu stjörnunni 2016 en í öllum átta leikjum hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hann komið inn sem varamaður.

Hann er núna hjá Hertha Berlín í Þýskalandi á lánssamningi. Pal Gardai, þjálfari liðsins, hefur sagt að Grujic sé besti miðjumaður sem hafi spilað fyrir félagið á síðustu 20 árum.

Nöfn Saul Niguez og Rodri, miðjumanna Atletico, eru oft í slúðurblöðunum og rætt um þeirra framtíð. Félagið horfir til Grujic til að styrkja miðsvæðið.

Grujic er 23 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner