fös 23. apríl 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 12. sæti
Völsungur
Fall? Nei?
Fall? Nei?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðmundur Óli
Guðmundur Óli
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Pálmi klár í counter
Arnar Pálmi klár í counter
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sæþór Olgeirs
Sæþór Olgeirs
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Grasbrekkann við völlin á Húsavík
Grasbrekkann við völlin á Húsavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Völsungur 33 stig

Lokastaða í fyrra: Völsungur endaði í 10. sæti deildarinnar í fyrra, stigi fyrir ofan Víði sem féll niður í 3. deild. Völsungur byrjaði mótið gífurlega illa en hélt sér uppi með því að ná í tíu stig í síðustu fimm leikjum deildarinnar, þar af níu í síðustu þremur leikjunum. Liðinu var spáð 9. sæti í fyrra. KF var spáð botnsætinu í fyrra og fékk 13 stig í spánni en Völsungur fær tuttugu stigum fleira en KF í fyrra í spánni fyrir mót. Eftir 14 umferðir var Völsungur með fimm stig og allt stefndi í fall. Einungis tuttugu umferðir voru leiknar í fyrra vegna faraldursins.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson er reyndur þjálfari sem er að fara inn í sitt fimmta tímabil með Völsungi. Þetta er ekki hans fyrsti kafli á Húsavík því hann þjálfaði kvennaliðið 2008 og 2009 ásamt því að stýra körlunum sömu ár. Í kjölfarið stýrði hann eingöngu körlunum í tvö ár. Árið 2012 tók hann við Þór/KA og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári. Hann var þjálfari Þór/KA út tímabilið 2016.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

„Tímabilið í fyrra hjá Völsung voru mikil vonbrigði. Völsungur setur alltaf markið hátt, og í fyrra spáum við í ástríðunni þeim góðu gengi. Þeir voru stálheppnir að falla ekki úr deildinni, en samt með nokkuð sterkt lið á pappírunum."

Styrkleikar: „Völsungur er með marga góða heimamenn. Nú í vikunni skrifuðu margir lykillmenn undir samning og eru það alltaf gleðitíðindi. Grænir eiga góðan þjálfara í Jóa og það er alltaf erfitt að fara norður að spila á Húsavík. Þeir þurfa að gera mikið betur en í fyrra varðandi heimavöllinn en hann skilaði ekki nægilega mörgum stigum. Völsungur hefur verið að styrkja hóp sinn undanfarið og þegar við í Ástríðunni setjum upp byrjunarliðið hjá þeim þá lítur það vel út á blaði."

Veikleikar: „Völsungur átti það mikið til að komast yfir í leikjum í fyrra, en tapa svo niður forystunni í tap eða jafntefli. Eins og kom áðan fram þá var heimavallarárangur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Liðið fékk aðeins sjö stig á heimavelli í fyrra sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir Húsvíkinga. Varnarleikurinn er spurningamerki líka, en Völsungur fékk á sig 49 mörk í fyrra. Nýju leikmennirnir eru að koma inn rétt fyrir tímabil svo það er spurning hvenær liðið smellur."

Lykilmenn: Santiago Feuillassier, Guðmundur Óli steingrímsson og Sæþór Olgeirsson

Gaman að fylgjast með: Arnar Pálmi Kristjánsson verður nítján ára í sumar. Hann hefur leikið stórt hlutverk síðustu tvö tímabil í bakverðinum. Hann var valinn á U19 landsliðsæfingar í vetur og möguleiki að þetta verði hans síðasta tímabil í 2. deild, í bili hið minnsta.

Komnir:
Jaime Agujetas frá Spáni.
Santiago Feuillassier frá Argentínu (spænskt vegabréf, spilaði á Ítalíu síðast).
Adolf Mtasingwa frá Tansaníu.
Kristófer Leví Sigtryggsson á láni frá Fylki.
Kifah Moussa Mourad frá Leikni F.
Árni Fjalar Óskarsson frá Einherja.

Farnir:
Valdes (markvörður) – til Spánar.
Stígur Annel Ólafsson – aftur í Fylki úr láni.
Elvar Baldvinsson – aftur í Þór úr láni.
Kaelon Fox – til Bandaríkjanna.
Milos Vasiljevic – Til Serbíu.
Sasha Litwin Romero – Til Spánar.

Fyrstu þrír leikir:
8. maí Fjarðabyggð úti
15. maí ÍR heima
22. maí Haukar úti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner