Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 23. apríl 2024 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antony tjáir sig: Ég ákvað að verja félagið mitt
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Antony hefur tjáð sig opinberlega eftir að viðbrögð hans við sigri Manchester United gegn Coventry vöktu mikið umtal.

Eftir að vítaspyrnukeppnin kláraðist og ljóst var að United færi í úrslitaleikinn fór Antony og fagnaði fyrir framan leikmenn Coventry.

Man Utd náði að komast 3-0 yfir í leiknum en missti það niður í 3-3 á vandræðalegan hátt. United var heppið að ná leiknum í vítaspyrnukeppni, en þar höfðu rauðu djöflarnir betur gegn Coventry sem er í áttunda sæti Championship-deildarinnar.

Antony, sem hafði komið inn á sem varamaður í stöðunni 3-0, fagnaði og beindi fagnaðarlátum sínum að leikmönnum Coventry. Á meðan Antony gerði þetta, þá gekk Harry Maguire að leikmönnum Coventry og tók í höndina á þeim.

Antony hefur núna tjáð sig með færslu á X en þar skrifaði hann: „Coventry sannaði það af hverju þeir komust í undanúrslitin. Við vildum ná sæti í þessum úrslitaleik og við afrekuðum það."

„Það var ekki fallegt hvernig einn leikmaður þeirra kom fram við okkar stuðningsmenn. Í hita augnabliksins ákvað ég að verja félagið mitt við þessum ögrunum," segir Antony en hann var þar að tala um að Haji Wright, sóknarmaður Coventry, hefði ögrað stuðningsmönnum United í leiknum.

Antony var keyptur til Man Utd frá Ajax fyrir 100 milljónir evra en hann hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu.Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner