Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 23. apríl 2024 22:36
Kári Jón Hannesson
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Mynd: Selfoss

Ég er bara fúll í sjálfu sér. Leikplanið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fórum mjög illa með færin okkar fyrsta klukkutímann og vorum mjög agressívir hérna í lokin líka. Áttum nóg af orku eftir. Þeir voru auðvitað meira með boltann og þannig var líka planið lagt upp en miðað við fjölda færa þá voru úrslitin í engum stíl við það." sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-2 tap gegn Fjölni í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Selfyssingar fengu fullt af góðum færum í leiknum en fóru þau mörg forgörðum.

Við sóttum mjög hratt á þá og þeir voru í tómu basli með okkur. Við sköpuðum alveg nóg færi til að vinna leikinn, en við nýttum þau bara mjög illa. Til dæmis í upphafi seinni hálfleiks hefði verið frábært að ná forystunni þegar að Gonzo sleppur einn á móti markmanni og það var það sem við þurftum. 

Þrátt fyrir tap þá var Bjarni mjög sáttur með liðsheildina hjá sínum mönnum

Liðsheildin var frábær. Var mjög ánægður með hana. Þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Við erum með gjörólíkt lið frá því í fyrra og mjög sprækt lið, duglegt"

Selfoss hefur leik í 2. deild þann 4. maí næstkomandi gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra. 

Mér líður mjög vel fyrir tímabilið. Við erum klárir og þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er ætlast til þess að við förum beint upp og það verður bara að koma í ljós hvað það nær"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner