Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 23. apríl 2024 22:36
Kári Jón Hannesson
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Mynd: Selfoss

Ég er bara fúll í sjálfu sér. Leikplanið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fórum mjög illa með færin okkar fyrsta klukkutímann og vorum mjög agressívir hérna í lokin líka. Áttum nóg af orku eftir. Þeir voru auðvitað meira með boltann og þannig var líka planið lagt upp en miðað við fjölda færa þá voru úrslitin í engum stíl við það." sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-2 tap gegn Fjölni í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Selfyssingar fengu fullt af góðum færum í leiknum en fóru þau mörg forgörðum.

Við sóttum mjög hratt á þá og þeir voru í tómu basli með okkur. Við sköpuðum alveg nóg færi til að vinna leikinn, en við nýttum þau bara mjög illa. Til dæmis í upphafi seinni hálfleiks hefði verið frábært að ná forystunni þegar að Gonzo sleppur einn á móti markmanni og það var það sem við þurftum. 

Þrátt fyrir tap þá var Bjarni mjög sáttur með liðsheildina hjá sínum mönnum

Liðsheildin var frábær. Var mjög ánægður með hana. Þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Við erum með gjörólíkt lið frá því í fyrra og mjög sprækt lið, duglegt"

Selfoss hefur leik í 2. deild þann 4. maí næstkomandi gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra. 

Mér líður mjög vel fyrir tímabilið. Við erum klárir og þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er ætlast til þess að við förum beint upp og það verður bara að koma í ljós hvað það nær"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir