Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   þri 23. apríl 2024 22:36
Kári Jón Hannesson
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Mynd: Selfoss

Ég er bara fúll í sjálfu sér. Leikplanið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fórum mjög illa með færin okkar fyrsta klukkutímann og vorum mjög agressívir hérna í lokin líka. Áttum nóg af orku eftir. Þeir voru auðvitað meira með boltann og þannig var líka planið lagt upp en miðað við fjölda færa þá voru úrslitin í engum stíl við það." sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-2 tap gegn Fjölni í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Selfyssingar fengu fullt af góðum færum í leiknum en fóru þau mörg forgörðum.

Við sóttum mjög hratt á þá og þeir voru í tómu basli með okkur. Við sköpuðum alveg nóg færi til að vinna leikinn, en við nýttum þau bara mjög illa. Til dæmis í upphafi seinni hálfleiks hefði verið frábært að ná forystunni þegar að Gonzo sleppur einn á móti markmanni og það var það sem við þurftum. 

Þrátt fyrir tap þá var Bjarni mjög sáttur með liðsheildina hjá sínum mönnum

Liðsheildin var frábær. Var mjög ánægður með hana. Þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Við erum með gjörólíkt lið frá því í fyrra og mjög sprækt lið, duglegt"

Selfoss hefur leik í 2. deild þann 4. maí næstkomandi gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra. 

Mér líður mjög vel fyrir tímabilið. Við erum klárir og þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er ætlast til þess að við förum beint upp og það verður bara að koma í ljós hvað það nær"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner