Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 23. apríl 2024 22:36
Kári Jón Hannesson
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun Selfoss af Dean Martin eftir tímabilið í fyrra
Mynd: Selfoss

Ég er bara fúll í sjálfu sér. Leikplanið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fórum mjög illa með færin okkar fyrsta klukkutímann og vorum mjög agressívir hérna í lokin líka. Áttum nóg af orku eftir. Þeir voru auðvitað meira með boltann og þannig var líka planið lagt upp en miðað við fjölda færa þá voru úrslitin í engum stíl við það." sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-2 tap gegn Fjölni í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Selfyssingar fengu fullt af góðum færum í leiknum en fóru þau mörg forgörðum.

Við sóttum mjög hratt á þá og þeir voru í tómu basli með okkur. Við sköpuðum alveg nóg færi til að vinna leikinn, en við nýttum þau bara mjög illa. Til dæmis í upphafi seinni hálfleiks hefði verið frábært að ná forystunni þegar að Gonzo sleppur einn á móti markmanni og það var það sem við þurftum. 

Þrátt fyrir tap þá var Bjarni mjög sáttur með liðsheildina hjá sínum mönnum

Liðsheildin var frábær. Var mjög ánægður með hana. Þetta hefur verið að vaxa hjá okkur. Við erum með gjörólíkt lið frá því í fyrra og mjög sprækt lið, duglegt"

Selfoss hefur leik í 2. deild þann 4. maí næstkomandi gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra. 

Mér líður mjög vel fyrir tímabilið. Við erum klárir og þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er ætlast til þess að við förum beint upp og það verður bara að koma í ljós hvað það nær"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner