Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, A&B, hafa fengið verðskuldað lof en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.
Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.
Meðal annars er fjallað um það þegar Willum ákvað að skilja öfluga leikmenn eftir heima fyrir langt ferðalag í Evrópuleik. Arnar tók því alls ekki vel.
„Mig minnir að hann hafi þrumað í ruslafötu sem flaug í vegginn, rétt við höfuðið á mér," segir Willum í þættinum.
Fjórði og síðasti þáttur á sunnudaginn
Á sunnudagskvöld verður lokaþátturinn af A&B á dagskrá þar sem knattspyrnuferli tvíburanna lýkur með ólíkum hætti. Meðan Arnar leitar að rétta viðskiptatækifærinu setur Bjarki endapunkt við viðskiptaferilinn og finnur sig í framtíðarstarfi tengdu knattspyrnunni.
Eftir tímabilið 2018 opnast tækifæri fyrir Arnar að taka við þjálfun hjá Víkingi en það þótti umdeild ráðning og ekki margir sem sáu fyrir hvaða ótrúlegu tímar fóru í hönd í Fossvoginum.
Athugasemdir