Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 23. apríl 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Arnar og Bjarki.
Arnar og Bjarki.
Mynd: Stöð 2 Sport
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, A&B, hafa fengið verðskuldað lof en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.

Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.

Meðal annars er fjallað um það þegar Willum ákvað að skilja öfluga leikmenn eftir heima fyrir langt ferðalag í Evrópuleik. Arnar tók því alls ekki vel.

„Mig minnir að hann hafi þrumað í ruslafötu sem flaug í vegginn, rétt við höfuðið á mér," segir Willum í þættinum.

Fjórði og síðasti þáttur á sunnudaginn
Á sunnudagskvöld verður lokaþátturinn af A&B á dagskrá þar sem knattspyrnuferli tvíburanna lýkur með ólíkum hætti. Meðan Arnar leitar að rétta viðskiptatækifærinu setur Bjarki endapunkt við viðskiptaferilinn og finnur sig í framtíðarstarfi tengdu knattspyrnunni.

Eftir tímabilið 2018 opnast tækifæri fyrir Arnar að taka við þjálfun hjá Víkingi en það þótti umdeild ráðning og ekki margir sem sáu fyrir hvaða ótrúlegu tímar fóru í hönd í Fossvoginum.
Athugasemdir
banner
banner