Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
   fim 23. maí 2024 20:55
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Fjölni í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Léleg byrjun á seinni hálfleik auðvitað drepur okkur aðeins. Mér fannst þessi leikur nokkurnvegin jafn. Við erum að fá þarna rosalega sénsa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir og mörk breyta leikjum og allt það. Svo er bara augnabliks einbeitingarleysi í byrjun seinni hálfleiks og við komnir marki undir. Fáum svo þetta óheppilega mark númer tvö hjá okkur sem dró svo sem ekkert allan vind úr okkur. Þeir börðust strákarnir alveg hetjulega að reyna að rétta þetta af en þessar 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks gerðu þetta mjög erfitt."

Þórhallur Ísak markvörður Þróttara gerist sekur um svakaleg mistök í öðru marki Fjölnis. Þar sem hann ætlar að reyna að leika á Axel Frey, en Axel tekur bara af honum boltan og setur hann í opið markið.

„Auðvitað var hann alveg búinn að koma sér í stöðu til að sparka langt, við erum ekki að spila þetta þannig að markmaðurinn á að reyna að sóla sóknarmennina. Hann bara hljóp á sig og gerði mistök eins og allir gera. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því."

Þróttarar hafa aðeins fengið 1 stig úr fyrstu fjóru leikjunum. Nú er það verk Sigurvins að laga þá stöðu.

„Að mörgu leiti finnst mér í meiri partinum af þessum leikjum finnst mér þetta jafnir leikir úti á vellinum. En okkur vantar aðeins meira drápseðli í sóknarleiknum og svo þurfum við að þrýsta lukkuni aðeins okkur í vil í varnarleiknum og vera auðvitað meira vakandi þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner