Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fim 23. maí 2024 20:55
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Fjölni í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Léleg byrjun á seinni hálfleik auðvitað drepur okkur aðeins. Mér fannst þessi leikur nokkurnvegin jafn. Við erum að fá þarna rosalega sénsa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir og mörk breyta leikjum og allt það. Svo er bara augnabliks einbeitingarleysi í byrjun seinni hálfleiks og við komnir marki undir. Fáum svo þetta óheppilega mark númer tvö hjá okkur sem dró svo sem ekkert allan vind úr okkur. Þeir börðust strákarnir alveg hetjulega að reyna að rétta þetta af en þessar 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks gerðu þetta mjög erfitt."

Þórhallur Ísak markvörður Þróttara gerist sekur um svakaleg mistök í öðru marki Fjölnis. Þar sem hann ætlar að reyna að leika á Axel Frey, en Axel tekur bara af honum boltan og setur hann í opið markið.

„Auðvitað var hann alveg búinn að koma sér í stöðu til að sparka langt, við erum ekki að spila þetta þannig að markmaðurinn á að reyna að sóla sóknarmennina. Hann bara hljóp á sig og gerði mistök eins og allir gera. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því."

Þróttarar hafa aðeins fengið 1 stig úr fyrstu fjóru leikjunum. Nú er það verk Sigurvins að laga þá stöðu.

„Að mörgu leiti finnst mér í meiri partinum af þessum leikjum finnst mér þetta jafnir leikir úti á vellinum. En okkur vantar aðeins meira drápseðli í sóknarleiknum og svo þurfum við að þrýsta lukkuni aðeins okkur í vil í varnarleiknum og vera auðvitað meira vakandi þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner