Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 23. maí 2024 09:11
Elvar Geir Magnússon
Slegist um allan völl þegar Sparta Prag vann tvennuna
Það sauð allt upp úr á Doosan Arena í Pilsen.
Það sauð allt upp úr á Doosan Arena í Pilsen.
Mynd: Samsett
Úrslitaleikur tékkneska bikarsins einkenndist af ljótu ofbeldi á milli stuðningsmanna Sparta Prag og Viktoria Plzen eftir að margir áhorfendur þustu inn á völlinn eftir að flautað var til leiksloka.

Sparta vann leikinn 2-1 og tryggði sér þar með tvennuna í fyrsta sinn í áratug en liðið hefur innsiglað tékkneska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina.

Sparta skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og allt sauð upp úr. Tékkneska lögreglan var búin undir læti og öryggisráðstafanir miklar. Margir áhorfendur voru með grímur og hettur og hófust slagsmál um allan völl.

Sparkspekingar tékkneska sjónvarpsins voru í miðjum látunum og var garðstól kastað að þeim í beinni útsendingu, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Meðan á leik stóð höfðu einnig komið upp ýmis vandræði, plastglösum var kastað inn á völlinn og kveikt var á blysum. Eftir leikinn sauð svo allt upp úr en lögreglan náði á endanum tök á aðstæðum og Sparta Prag fékk bikarinn í hendurnar og gat fagnað glæsilegu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner