Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 23. júní 2019 18:18
Arnar Daði Arnarsson
Óli Jó neitaði að svara spurningu sem var þríendurtekin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var létt yfir Ólafi Jóhannessyni þjálfara Vals eftir 1-0 sigur liðsins á Grindavík í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Grindavík

„Þetta var nú ekki merkilegur leikur en stigin féllu okkur megin og ég er ánægður með það. Það var ekki mikið að gerast í þessum leik en við tróðum inn marki og það telur."

„Grindavík er með fínt lið og við vissum það fyrir leikinn. Það er allt erfitt hjá okkur núna."

Annar sigurleikur Vals á heimavelli í röð og Valsmenn komnir með tíu stig að loknum tíu leikjum.

„Þetta hefur verið okkar vígi en við höfum aðeins hikstað í sumar en vonandi gerist það ekki aftur," sagði Ólafur.

Birnir Snær Ingason var ekki í leikmannahópi Vals í dag. Sögusagnir hafa verið uppi um það að hann gæti mögulega verið lánaður í félagaskiptaglugganum sem opnar 1. júlí. Ólafur Jóhannesson þvertók fyrir það að Birnir færi í glugganum.

„Nei," var svarið hjá Óla sem var spurður að því síðan í þrígang hvort Birnir Snær yrði hjá Val allt tímabilið.

„Hann fer ekki í glugganum eins og þú varst að spyrja mig að," þrjóskaðist Ólafur loks að svara og þannig lauk viðtalinu. Eftir viðtalið lét Ólafur síðan undirritaðan heyra það og hneykslaðist yfir því að vera spurður að sömu spurningunni tvisvar sinnum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner