Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   sun 23. júní 2024 19:59
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara grautfúlt að tapa. Við erum í góðri stöðu í hálfleik og langt fram í síðari hálfleik og fáum fullt af tækifærum til að gera út um leikinn. Höldum boltanum vel langar stundir í byrjun síðari hálfleiks og erum að skapa ágætis möguleika á að skapa meiri hættu, en bara nýtum ekki þá sénsa. Svo komu kaflar þar sem að KA menn þrýstu okkur til baka, voru farnir að þrýsta upp mörgum mönnum og menn farnir aðeins að verja þann hlut sem að við höfðum. Við verjumst bara mjög illa þeim tveimur fyrirgjöfum sem að þeir skora úr, '' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir 3-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Gestirnir lentu undir í upphafi leiks, en voru fljótir að svara fyrir sig og Kennie Chopart jafnaði strax í kjölfarið. Þeir komust svo yfir stuttu fyrir hálfleiksflautið, en féllu mögulega aðeins of aftarlega þegar að líða tók á leikinn og hleyptu KA mönnum í fyrirgjafastöður sem að á endanum kostaði þá leikinn.

„Við virtumst vera með þetta í hendi, en þegar að það munar bara einu marki að þá er það voðalega lítið. Við vorum að verjast mjög vel, en svo þegar að þeir koma boltanum fyrir og það er ekki nægileg pressa á þeim sem að er að fara að senda hann og við náum ekki að loka sendingarleiðinni að þá getur oft skapast hætta og þeir með marga menn inni í teig,'' sagði Rúnar.

En hvernig metur Rúnar byrjunina á sínu starfi hjá Fram?

„Við vissum að við værum að fara í erfitt verkefni að breyta hér hlutum og okkur tókst mjög vel í fyrstu fimm leikjunum, en síðustu 5-6 leiki höfum við ekki fengið það útúr leikjunum sem að við hefðum óskað okkur en þannig er þetta bara. En svona heilt á þetta allt litið - 13 stig, maður hefði viljað hafa það töluvert meira en við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.''


Athugasemdir
banner