þri 23. júlí 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Setti saman dýrasta lið leikmanna sem keyptir hafa verið í sumar
ESPN birti áhugaverða mynd af liðsuppstillingu leikmanna sem keyptir hafa verið í sumar.



Liðið kostar heilan helling en ESPN segir heildarverðið nema tæplega einum milljarði bandaríkjadollara. Samkvæmt ESPN er þetta lið skipað dýrustu leikmönnum í hverri stöðu sem hafa skipt um félög í þessum sumarglugga.

Leikmenn liðsins skipa þeir Jesper Cillessen (Keyptur til Valencia frá Barcelona, Neto fór frá Valencia til Barcelona í skiptum), Aaron Wan-Bissaka (frá Crystal Palace til Manchester United), Theo Hernandez (Frá Atletico Madrid til Bayern Munchen), Matthijs de Ligt (Ajax til Juventus), Ferland Mendy (Lyon til Real Madrid), Frenkie de Jong (Ajax til Barcelona), Rodri (Atletico MAdrid til Manchester City), Antoine Griezmann (Atletico Madrid til Barcelona), Tanguy Ndombele (Lyon til Tottenham), Eden Hazard (Chelsea til Real Madrid) og Joao Felix (Benfica til Atletico Madrid)

Alls ekki ónýtt lið en þyrfti eflaust eitthvað að slípa sig saman.
Athugasemdir
banner