Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 16:45
Elvar Geir Magnússon
Ætla að ganga frá samningi við Messi fyrir 15. ágúst
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur sett sér þau takmörk að vera búið að ganga frá samningi við Lionel Messi fyrir 15. ágúst.

Fjárhagsörðugleikar hafa bitnað á Börsungum en félagið skuldar háar upphæðir.

Þann 15. ágúst hefst nýtt tímabil hjá Barcelona, þá er leikur gegn Real Sociedad.

Barcelona þarf að skera niður launakostnað til að standast kröfur spænsku deildarinnar og getur félagið sem stendur ekki skilað inn nýjum samningi fyrir Messi.

Erfiðlega hefur gengið fyrir Barcelona að losa sig við launaháa leikmenn félagsins; menn eins og Miralem Pjanic, Samuel Umtiti og Philippe Coutinho.

Stærsta von Barcelona gæti verið sú að selja Antoine Griezmann en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner