Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
banner
   fös 23. ágúst 2024 11:40
Elvar Geir Magnússon
Víkingur gæti mætt Chelsea - Svona er draumadráttur stuðningsmannsins
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fer Kári aftur til Djurgarden?
Fer Kári aftur til Djurgarden?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur gæti mætt Fiorentina.
Víkingur gæti mætt Fiorentina.
Mynd: Fiorentina
Seinni leikur Santa Coloma og Víkings verður næsta fimmtudag og daginn eftir verður svo dregið hvaða lið munu mætast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Það þarf stórslys til að Víkingur komist ekki áfram, eftir 5-0 sigur í gær. Eins og við höfum fjallað um þá er búið að leggja riðlakeppnina af og liðin munu keppa öll sín á milli í 36 liða deild þar sem 24 lið komast í útsláttarkeppni.

Víkingur mun leika sex leiki á móti sex mismunandi andstæðingum. Hvert lið fær þrjá heimaleiki og þrjá útileiki.

Við fengum Sverri Örn Einarsson, fréttamann Fótbolta.net og stuðningsmann Víkings, til að setja saman sinn draumadrátt. Það er auðvitað ekki alveg ljóst hvaða lið tryggja sér áfram en þetta er byggt á líkum.

DRAUMADRÁTTUR SVERRIS

Pottur 1 - 2

Chelsea á Stamford Bridge
Eins gaman og það væri að taka á móti Enzo Maresca og hans mönnum á 'súldarkvöldi í Reykjavík' þá væri upplifunin að mæta á Stamford Bridge mun meiri fyrir liðið sem og aðdáendur. Yrði eflaust hægt að fylla nokkrar vélar til Lundúna. Icelandair og Play, verið klár ef kallið kemur.

Djurgarden heima
Kári Árnason Grudge match. Eins þakklátur og Kári Árnason kann að vera fyrir upphaf atvinnumannaferil síns í Stokkhólmi. (Sölvi Ottesen líka) Þá finnst mér á honum þegar hann hefur rætt um tíma sinn hjá Djurgarden í hlaðvörpum og annað að hann sé ekkert uppfullur af hlýju til þeirra. Víkingar hafa líka sýnt að þeir geta vel staðið í sænskum liðum svo það er séns á stigum.

Pottur 3-4

Omonia FC úti
Miðjarðarhafið síðla hausts hljómar ekkert eðlilega vel. Hitastigið sennilegast í kringum 20 gráður svo það má vel gera ferð úr þessu og njóta veðurblíðu á Kýpur í stutta stund.

Shamrock Rovers heima
Orð eru í raun óþörf. Hefndarstund.

Pottur 5-6

Brann úti
Stutt að fara og heimislegt fyrir Íslendinga að spóka sig um í Björgvin. Nokkrir bjórar á barnum fyrir leik og annar hver Norðmaður sem sést spurður: Kender du Birkir Már Sævarsson?

Larne FC eða Lincoln Red Imps heima
Lið sem Víkingar eiga að vinna í öllum tilfellum, Væri vissulega meira spennandi að fá eitthvað aðeins stærra lið. Fótbolti snýst um úrslit þó og þetta eiga að vera raunhæf þrjú stig og rúmlega það.

AÐRIR SPENNANDI MÖGULEIKAR

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina, Orri Steinn Óskarsson í FC Kaupmannahöfn, spænska liðið Real Betis og frændur okkar í KÍ Klaksvík ef þeir ná að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner