Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 23. september 2018 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Boðið upp á átta mörk í fyrsta leik dagsins
Ben Yedder skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Ben Yedder skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images
Levante 2 - 6 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder ('11 )
1-1 Roger Marti ('12 )
1-2 Daniel Carrico ('21 )
1-2 Jose Luis Morales ('27 , Misnotað víti)
1-3 Wissam Ben Yedder ('35 )
1-4 Wissam Ben Yedder ('45 )
1-5 Andre Silva ('49 )
1-6 Pablo Sarabia ('59 )
2-6 Moses Simon ('90 )

Fyrsti leikur dagsins í spænsku úrvalsdeildinni var frábær skemmtun. Levante fékk Sevilla í heimsókn og úr varð átta marka leikur.

Wissam Ben Yedder kom Sevilla yfir á 11. mínútu en í næstu sókn jafnaði Levante.

Daniel Carrico kom Sevilla aftur yfir, í 2-1 á 21. mínútu en nokkrum mínútum síðar klúðraði Levante vítaspyrnu. Fyrir það refsaði Sevilla og bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé.

Bæði mörkin sem skoruð voru fyrir leikhlé gerði Ben Yedder og þar með fullkomnaði hann þrennu sína, í fyrri hálfleik.

Andre Silva gerði fimmta mark Sevilla og Pablo Sarabia það sjötta en staðan var orðin 6-1 á 59. mínútu. Moses Simon klóraði í bakkann fyrir Levante í uppbótartíma.

Lokatölur 6-2, frábær leikur á Spáni. Sevilla er komið upp í sjötta sæti en Levante er í 15. sæti.

Leikir dagsins á Spáni:
10:00 Levante - Sevilla (Stöð 2 Sport)
14:15 Villarreal - Valencia (Stöð 2 Sport 5)
18:00 Real Betis - Athletic Bilbao (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Barcelona - Girona (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner