Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: blikar.is 
Gústa Gylfa sagt upp hjá Blikum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rétt í þessu tilkynnti Breiðablik að félagið hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Ágúst Gylfason, þjálfara liðsins.

Ágúst mun láta af störfum sem þjálfari að loknum lokaleik deildarinnar. Sá leikur fer fram næsta laugardag gegn Íslandsmeisturum KR, 28. september.

Knattspyrnudeild Blika þakkar Ágústi fyrir hans störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Breiðablik endar í 2. sæti deildarinnar annað tímabilið í röð.

Ágúst tók við Blikum haustið 2017 og því náð í silfurverðlaun á báðum sínum tímabilum með Blika. Þá tapaði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra og því eru silfurverðlaunin þrjú alls.

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Heimir Guðjónsson hafa verið nefndir sem mögulegir kandídatar í starfið hjá Blikum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner