Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   fim 23. september 2021 13:10
Elvar Geir Magnússon
Rooney gagnrýnir eiganda Derby - Ekki talað við hann síðan 9. ágúst
Derby County er komið í greiðslustöðvun og fékk tólf stiga refsingu frá ensku deildinni. Wayne Rooney er stjóri Derby en liðið er nú komið á botn Championship-deildarinnar með -2 stig.

Eigandi félagsins Mel Morris hefur reynt að selja félagið en án árangurs en hann segist hafa tapað 200 milljónum punda síðan hann keypti það.

Wayne Rooney var í viðtali í dag þar sem hann skýtur á Morris og segir að hann hafi rætt í 45 mínútur við starfslið og leikmenn Derby um helgina.

„Það var ekki einlægt. Það var ekki nægilega hjartnæmt," sagði Rooney, greinilega ósáttur. Hann segist ekki hafa rætt persónulega við Morris síðan 9. ágúst.

„Engin símtöl, engin skilaboð. Í hreinskilni sagt þá finnst mér þetta vanvirðing."

Ef þú hefðir vitað hvað myndi gerast hjá Derby, hefðir þú tekið þetta starf? „Ég efast um það. En ég hef talað um að ég geri mitt besta í þessu starfi og fyrir félagið. Það hefur ekki breyst," segir Rooney sem ætlar ekki að stökkva frá borði þrátt fyrir vonda stöðu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner