Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. október 2018 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lindelöf: Verðum að fara að byrja leikina
Lindelöf í baráttu í leiknum.
Lindelöf í baráttu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf átti fínan leik þegar Manchester United tapaði fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en eina mark leiksins gerði Paulo Dybala á 17. mínútu.

United byrjaði illa en í seinni hálfleik var liðið mikið kraftmeira.

„Við áttum meira skilið úr þessum leik," sagði Lindelöf í viðtali við BT Sport eftir leikinn.

„Í síðustu leikjum höfum við spilað vel í seinni hálfleik, en við verðum að fara að byrja leikina. Það hvernig við spiluðum í síðari hálfeik, við getum tekið það með okkur þegar við mætum Juventus næst."

Luke Shaw, vinstri bakvörður Man Utd, hafði sömu sögu að segja.

„Við gáum þeim of mikla virðingum í fyrri hálfleik. Við reyndum að koma til baka í seinni hálfleik, af einhverri ástæðu spiluðum við enn og aftur betur í seinni hálfleik. Núna verðum við að fara á heimavöll Juventus og ná í góð úrslit."
Athugasemdir
banner
banner
banner