Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 23. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Rosalegur leikvangur hjá liði Beckham í Bandaríkjunum
Inter Miami mun hefja leik í MLS-deildinni í Bandaríkjunum á næsta ári en um er að ræða félag í eigu David Beckham.

Árið 2022 er stefnt á að opna nýjan og glæsilegan heimavöll fyrir félagið.

Heimavöllurinn mun taka 26 þúsund áhorfendur í sæti og kosta 750 milljónir punda.

Á þaki leikvangsins verður meðal annars glæsilegur bar þar sem má finna pálmatré. Á leikvanginum verða einnig verslanir og veitingastaðir.

Hér má sjá myndband af því hvernig þessi glæsilegi leikvangur mun líta út.

Athugasemdir
banner