Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. nóvember 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Binni Skúla tekur við Austrinu (Staðfest)
Brynjar Skúlason.
Brynjar Skúlason.
Mynd: Raggi Óla
Brynjar Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari hjá Austrinu. Það er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar sem verður sent til leiks næsta sumar.

Fjarðabyggð féll í þriðju deildina síðasta sumar og mun liðið draga sig úr keppni og sameinast Leikni sem er í 2. deildinni.

Brynjar hefur þjálfað Leikni F. frá 2019. Hann kom liðinu upp úr 2. deild á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn, en þeir féllu úr Lengjudeildinni í fyrra. Þeir enduðu svo í tíunda sæti 2. deildar á síðustu leiktíð.

„Brynjar þarf ekki að kynna fyrir austfirskum knattspyrnuáhugamönnum, enda hæpið að nokkur hafi stjórnað meistaraflokksliði á Austurlandi í jafn mörgum leikjum og Brynjar," segir í tilkynningu frá Austrinu.

„Brynjar stjórnaði sinni fyrstu æfingu í kvöld og framundan er Austurlandsmót eða Austur-deild Kjarnafæðismótsins. Mótið mun væntanlega hefjast um eða undir miðjan desember."
Athugasemdir
banner
banner
banner