Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 09:34
Magnús Már Einarsson
Isco á óskalista Liverpool - Cavani til Man Utd?
Powerade
Isco er orðaður við Liverpool.
Isco er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Cavani?
Hvert fer Cavani?
Mynd: Getty Images
Í dag er vika í að félagaskiptaglugginn loki á nýjan leik. Ensku blöðin eru með puttann á púlsinum.



Manchester United gæti óvænt reynt að fá framherjann Carlos Tevez (35) aftur í sínar raðir frá Boca Juniors. (Tuttosport)

Tottenham hefur náð samkomulagi um að selja Christian Eriksen (27) til Inter á 16,8 milljónir punda. (Sempreinter.com)

Barcelona hefur líka áhuga á Eriksen. (Sky Sports)

Liverpool vill fá Isco (27) miðjumann Real Madrid en verðmðinn á honum hljóðar upp á 59 milljónir punda. (El Desmarque)

Pierre-Emerick Aubameyang (30) framherji Arsenal er til í að ganga í raðir Barcelona. (Mundo Deportivo)

Arsenal er í bílstjórasætinu í baráttunni um Thomas Lemar (24) hjá Atletico Madrid. (Express)

Chelsea hefur hafið viðræður um kaup á Moussa Dembele (23) framherja Lyon á nýjan leik. (Sun)

Manchester United er að íhuga að fá Edinson Cavani (32) framherja PSG í sínar raðir. (Telegraph)

Manchester United mun ekki fá Bruno Fernandes (25) frá Sporting Lisabon þar sem félagið vill ekki greiða 68 milljónir punda eins og Sporting Lisabon óskar eftir. (Mail)

Manchester United hefur ennþá áhuga á James Maddison (23) miðjumanni Leicester. (Star)

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Hojbjerg (24) hjá Southampton er efstur á óskalista Carlo Ancelotti stjóra Everton. (Star)

Chelsea er að missa af Dani Olmo (21) kantmanni Dynamo Zagreb. (Express)

Chelsea og Barcelona eru á eftir Alan Arigoni (21) vinstri bakverði Grasshopper. (Blick)

Manchester United gæti reynt að fá miðjumanninn Eric-Junior Dina Ebimbe (19) frá PSG næsta sumar en hann er á láni hjá Le Havre. (RMC Sport)

Manchester United vill líka fá Jude Bellingham (16) miðjumann Birmingham en fleiri félög hafa áhuga. (Manchester Evening News)

Newcastle ætlar að bjóða í Danny Rose (29) vinstri bakvörð Tottenham. (Evening Standard)

Leicester hefur hafnað tilboði frá Aston Villa í framherjann Islam Slimani (31). Slimani er á láni hjá Mónakó þessa dagana. (Star)

Tottenham vonast til að fá framherjann Willian Jose (28) frá Real Sociedad. (ESPN)

Tottenham ætlar einnig að bjóða í Jack O'Connell (25) miðvörð Sheffield United. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner