Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valencia einnig fórnarlambið fyrir um tíu árum síðan
Atletico vann magnaðan sigur.
Atletico vann magnaðan sigur.
Mynd: EPA
Atletico Madrid vann magnaðan sigur gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Valencia tók 0-2 forystu inn í hálfleik. Diego Simeone hefur lesið pistilinn yfir sínum mönnum í hálfleik. Hann gerði eina skiptingu og tóku heimamenn í Madríd stjórn á leiknum en áttu þó áfram í erfiðleikum með að koma knettinum í netið.

Matheus Cunha minnkaði muninn á 64. mínútu, sjö mínútum eftir að hafa komið inná, og juku heimamenn sóknarþungann undir lokin og settu í fimmta gír í uppbótartíma. Angel Correa, sem hafði komið inn af bekknum í leikhlé, jafnaði leikinn á 91. mínútu og fullkomnaði Mario Hermoso endurkomuna á 93. mínútu.

Algjörlega mögnuð endurkoma; en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár þar sem lið í La Liga kemur til baka og vinnur leik með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Síðast gerðist það í desember 2011 og þá var Valencia líka fórnarlambið er þeir töpuðu fyrir Real Betis.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Atletico sem hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Spurning er hvort þessi úrslit veiti þeim aukinn kraft fyrir seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner