Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 24. janúar 2023 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pabbi McKennie við stuðningsmann Arsenal: Hvað ertu að reykja?
Mynd: Getty Images

Weston McKennie 24 ára gamall miðjumaður Juventus hefur verið orðaður við Arsenal en stuðningsmenn enska liðsins virðast ekki vera spenntir fyrir honum ef marka má umræðuna á Twitter.


John McKennie faðir Weston hefur svarað gagnrýnisröddum á Twitter en einn bendir á mikla meiðslasögu bandaríska miðjumannsins.

„Það er út af því að hann kvartar ekki út af smá meiðslum og fer alla leið þangað til hann virkilega þarf læknishjálp. Ég kann að meta svoleiðis gaur í mínu liði," skrifaði John.

„McKennie er alls ekki nógu tæknilega góður fyrir lið Arteta. Hann er ekki með sendingagetuna eða staðsetningu. Musah er betri amerískur kostur ef þeir vilja breidd fyrir Xhaka," skrifaði einn.

„Hvað ertu að reykja svo ég geti fengið mér," svaraði þá John McKennie.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner