Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. febrúar 2020 13:29
Magnús Már Einarsson
Fylkir skoðar fyrrum framherja West Ham
Djair Parfitt-Williams.
Djair Parfitt-Williams.
Mynd: Getty Images
Fylkir hefur undanfarna daga verið með framherjann Djair Parfitt-Williams á reynslu en Dr. Football greinir frá þessu í dag.

Djair Parfitt-Williams er frá Bermúda en hann gekk 14 ára gamall til liðs við West Ham.

Hann lék einn leik með aðalliði félagsins, þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Mauro Zarate í 3-0 sigri á Lusitans í Evrópudeildinni árið 2015. Síðar sama ár var hann í hóp í leik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Parfitt-Williams er 23 ára gamall en hann hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Rudar í úrvalsdeildinni í Slóveníu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í tuttugu leikjum.

Geoffrey Castillion var markahæstur hjá Fylki á síðasta tímabili með tíu mörk en hann verður ekki áfram hjá félaginu og því gæti Parfitt-Williams fyllt skarð hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner