Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   lau 24. febrúar 2024 10:25
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Kevin De Bruyne og Varane á leið til Saudi Arabíu?
Powerade
Kevin De Bryne gæti endað í Saudi Arabíu.
Kevin De Bryne gæti endað í Saudi Arabíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fer Solanke til West Ham á metfé?
Fer Solanke til West Ham á metfé?
Mynd: Getty Images
Góðan daginn og verið velkomin í nýjan dag, hér kemur daglegur slúðurpakki í boði Powerade með öllu því helsta sem ensku miðlarnir eru að segja í dag.

Man City reynir að halda aftur af tilboðum liða í Saudi Arabíu í belgíska miðjumanninn Kevin de Bruyne sem er 32 ára. (Mail)

City mun ekki selja Bruyne nema tilboð berist upp á 100 milljónir punda. (TalkSport)

Chelsea hefur áhuga á að selja spænska markvörðinn Robert Sanchez í sumar og hefur augastað á Aaron Ramsdale markmanni Arsenal í staðinn. (HITC)

Chelsea hefur fylgst með franska varnarmanninum Jules Kounde og ætlar að reyna að ná honum frá Barcelona í sumar. (Fichajes)

Arsenal hefur áhuga á Kenan Yildis framherja Juventus sem er 18 ára gamall. Þó er ljóst að fleiri félög munu bera víurnar í Tyrkjann því Liverpool og Borussia Dortmund hafa líka áhuga. (Calciomercato)

Everton ætlar á eftir enska varnarmanninum Dan Ballard hjá Sunderland í sumar ef Jarrod Branthwaite fer frá félaginu. (Football Transfers)

Manchester United gæti reynt að ná í Guido Riodriguez miðjumann Real Betis í sumar en hann er 29 ára gamall argentískur landsliðmaður sem rennur út af samningi í sumar og má því hefja viðræður við önnur félög. (Fichajes)

Al Ittihad og Al Nassr í Saudi Arabíu munu reyna að ná í Raphael Varane frá Man Utd í sumar. (90 mín)

Man Utd vill fá Gleison Bremer varnarmann Juventus í stað Varane í sumar og gæti boðið 60-70 milljónir evra í Brasilíumanninn. (Tuttosport)

West Ham er tilbúið til að slá félagaskiptamet hjá félaginu til að næla í Dominic Solanke frá Bournemouth í sumar. (Football Insider)

Man City gæti reynt að ná íu Lucas Paqueta frá West Ham ef Bernardo Silva fer í sumar. (Telegraph)

Unglingalandsliðsmaðurinn enski, Adam Berry 18 ára, gæti farið til Nottingham Forest en hann er farinn frá Man Utd. (Sky Sports)

Man Utd, Arsenal og Tottenham hafa áhuga á pólska miðjumanninum Sebastian Szymanski hjá Fenerbache. (Teamtalk)

Aston Villa mun ekki nýta sér kauprétt á Nicola Zaniolo frá Galatasaray þegar lánssamningurinn rennur út í sumar. (Football Insider)

West Ham og Crystal Palace hafa áhuga á Olly Box, 18 ára enskum miðjumanni sem hefur vakið athygli með Dartford á tíjmabilinu. (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner