Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   þri 24. mars 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Allan til Everton?
Brasilíski miðjumaðurinn Allan hjá Napoli er orðaður við Everton.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, þekkir leikmanninn vel frá tíma sínum hjá Napoli.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Napoli og líklegt talið að töluverðar breytingar verði á leikmannahópnum.

Ancelotti telur möguleika á að hann geti fengið Allan.

Ancelotti hefur einnig áhuga á miðverðinum Kalidou Koulibaly en senegalski varnarmaðurinn er eftirsóttur og ólíklegt að Everton verði næsti áfangastaður hans.
Athugasemdir
banner