Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   fös 24. mars 2023 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jafnt í slagnum um Bítlaborgina
Mynd: Getty Images

Everton 1 - 1 Liverpool
1-0 Gabrielle George ('27)
1-1 Katie Stengel ('40)


Everton og Liverpool áttust við í eina leik dagsins í ensku Ofurdeildinni og tóku heimakonur forystuna fyrir framan rúmlega 20 þúsund áhorfendur á Goodison Park.

Gabrielle George skoraði markið á 27. mínútu en Katie Stengel náði að jafna fyrir leikhlé.

Bæði lið komust nálægt því að skora sigurmark í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Liverpool fékk hættulegri marktækifæri og komst nálægt því að krækja sér í sigurinn í uppbótartíma en Courtney Brosnan var vel á verði á milli stanga heimakvenna.

Liðin eru um miðja deild eftir jafnteflið. Everton er sex stigum fyrir ofan Liverpool en hvorugt lið getur talist vera í raunverulegri fallhættu.


Athugasemdir
banner
banner
banner