Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 24. mars 2023 23:11
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Tólf mörk tryggðu toppsætið á markatölu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Raggi Óla

Úrslit hafa borist úr þremur af sjö leikjum kvöldsins í C-deild Lengjubikarsins, þar sem KH, Hafnir og SR fóru með sigra úr býtum í lokaumferð riðlakeppninnar. Lokastaðan í riðli 2 er áhugaverð þar sem þrjú lið enda jöfn á stigum í efsta sæti.


KH lagði Kríu að velli með tveimur mörkum gegn engu á meðan Hafnir skoruðu tólf mörk í sigri sínum á Afríku. Kristófer Orri Magnússon skoraði fimm mörk og setti Jón Arnór Sverrisson önnur fimm í 12-2 sigri.

Þessi tólf mörk tryggðu toppsætið á markatölu, þar sem Hafnir enda með +15 á meðan KH er í öðru sæti með +10 og svo kemur Kría með +5.

Að lokum vann SR þægilegan 5-1 sigur á Hamri þar sem Ólafur Rúnar Ólafsson var atkvæðamestur með tvennu.

KH 2 - 0 Kría
1-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('24 )
2-0 Luis Carlos Cabrera Solys ('74 , Mark úr víti)

Hafnir 12 - 2 Afríka
1-0 Kristófer Orri Magnússon ('6 )
2-0 Jón Arnór Sverrisson ('11 , Mark úr víti)
3-0 Kristófer Orri Magnússon ('18 )
3-1 Aleksander Marian Cybulski ('22 )
4-1 Ragnar Ingi Sigurðsson ('23 )
5-1 Kristófer Orri Magnússon ('38 , Mark úr víti)
5-2 Hawsar Akram Taher Ahmad ('45 )
6-2 Kristófer Orri Magnússon ('48 )
7-2 Sigurður Ingi Bergsson ('59 )
8-2 Jón Arnór Sverrisson ('62 )
9-2 Jón Arnór Sverrisson ('67 )
10-2 Jón Arnór Sverrisson ('73 )
11-2 Kristófer Orri Magnússon ('78 )
12-2 Jón Arnór Sverrisson ('89 )

SR 5 - 1 Hamar
1-0 Ólafur Rúnar Ólafsson ('17 )
2-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('20 )
3-0 Markús Pálmi Pálmason ('45 )
4-0 Eyþór Blær Guðlaugsson ('51 )
4-1 Sigurður Ísak Ævarsson ('63 )
5-1 Ólafur Rúnar Ólafsson ('69 )


Athugasemdir
banner