Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. apríl 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Leifur Andri Leifsson (HK)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði og markvörður saman á eyðieyju
Fyrirliði og markvörður saman á eyðieyju
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert, trúður
Hólmbert, trúður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Júl skrúfar upp hitann og Birnir unreal á æfingum
Gummi Júl skrúfar upp hitann og Birnir unreal á æfingum
Mynd: Aðsend
Matti Villa
Matti Villa
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bjarni Gunnars
Bjarni Gunnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Andri er og hefur verið fyrirliði HK frá árinu 2016. Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur einungis leikið með því ásamt venslafélaginu Ými.

Leifur lék í fyrra fimmtán leiki þegar HK endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Miðvörðurinn á alls 257 leiki og 7 mörk að baki í keppnisleikum fyrir HK og Ými. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Leifur Andri Leifsson

Gælunafn: Stundum kallaður Líbó

Aldur: 31 árs

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2006 æfingarleikur í Reykjanesshöllinni

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Pure Deli

Hvernig bíl áttu: Renault Clio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Mikill Friends maður

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake

Uppáhalds hlaðvarp: Mörg áhugaverð.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliðason

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist – Mars – Banana og hindberja sósu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mánudagurinn 26 apríl.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birnir Ingasson er stundum unreal á æfingum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Brynjar og Viktor Bjarki.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjólfur Willums.

Sætasti sigurinn: Blikar 2019 á kópavogsvelli

Mestu vonbrigðin: Tapa fyrir Haukum 2018 í Inkasso og missa 1. sætið í lokaleiknum.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Matthías Vilhjálmsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir Valgeirsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarni Gunnarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Stefan Alexander

Uppáhalds staður á Íslandi: 203.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila við Breiðablik í 4. flokki og sá mikli höfðingi Zelkjo Óskar var að þjálfa okkur.

Hann var ekkert alltof sáttur með dómarana í leiknum og ákveður að mótmæla því og taka markmanninn útaf og setja framherja inná í staðinn og það var ekki til þess að standa í markinu það var breytt um taktík 4-4-3 (sjaldséð).

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta:

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Golfi svona mest svo er Vodafone deildin að koma sterk inn.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Hólmbert Aron og tónlistarmanninn Sigurð Hrannar. Svo kæmi Gummi Júl með til að skrúfa upp hitann og hugsa um þessa tvo trúða - hann er vanur með tvö börn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er fínn CS spilari.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:
Ásgeir Börkur kom mér mikið á óvart bæði sem fótboltamaður og persóna, þvílikur ljúflingur.

Hverju laugstu síðast:

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Það er ein upphitun sem Viktor Bjarki er stundum með á æfingu sem er drep leiðinleg.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Ég væri til í einn kaffibolla með Þórólfi aðallega til að spyrja hvernig hann hafi það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner