Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 24. apríl 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik. Aðstæður hafa ekki hjálpað leikmönnum, ég óska engum að fara út á þennan völl og spila í þessum vind," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir tap gegn ÍBV við erfiðar aðstæður í Eyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  1 Fram

Rúnar vildi ekki kenna aðstæðum um tapið í dag.

„Það er alveg vindur í Reykjavík líka. Þeir eru búnir að spila einn leik hérna áður og þeir þorðu að færa boltann aðeins meira. Við vorum hræddir við það því við vildum ekki gera mistök með boltann. Það sem er verst er að þeir komast yfir og svo 2-0. Það er miklu auðveldara að verjast heldur en að sækja mark í þessum aðstæðum," sagði Rúnar.

Rúnar horfir fram á veginn og er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli.

„VIð erum búnir að gera fína hluti og getum spilað ágætis fótbolta. VIð gerðum það ekki í dag en vonandi getum við sýnt það á mánudaginn í næsta leik og haldið áfram að vaxa sem lið," sagði Rúnar.
Athugasemdir