Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   fim 24. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Hart barist um alla deild
Girona, spútnik lið síðasta tímabils, er aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Girona, spútnik lið síðasta tímabils, er aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í spænska boltanum í kvöld þar sem er enn hörð barátta á öllum vígstöðvum.

Leganés mætir Girona í fallbaráttuslag á meðan Osasuna og Sevilla eigast við um miðja deild, þar sem Osasuna getur blandað sér í Evrópubaráttuna á meðan Sevilla er að reyna að gulltryggja sæti sitt í deildinni.

Síðar um kvöldið á Atlético Madrid heimaleik við Rayo Vallecano, en Atlético siglir lygnan sjó í þriðja sæti á meðan Vallecano er í harðri baráttu um Evrópusæti.

Real Betis fær botnlið Real Valladolid í heimsókn á sama tíma og geta heimamenn komist upp í Meistaradeildarsæti með sigri.

La Liga
17:00 Osasuna - Sevilla
17:00 Leganes - Girona
19:30 Atletico Madrid - Vallecano
19:30 Betis - Valladolid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner
banner