Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 24. maí 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Mun Man Utd reyna aftur við Griezmann?
Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona hafi efasemdir um að Antoine Griezmann sé rétti maðurinn fyrir liðið.

Griezmann vill yfirgefa Atletico Madrid í sumar en Barcelona sýndi honum áhuga í fyrra.

Talið var borðliggjandi að Griezmann færi til Barcelona í sumar en samkvæmt nýjustu fréttum virðist svo ekki vera. Sagt er að háttsettir menn innan Barcelona hafi efasemdir.

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að Manchester United endurvekji áhuga sinn á Griezmann og eigi möguleika á að krækja í franska sóknarmanninn.
Athugasemdir
banner