Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrsla UEFA sagði Baku óhentugan stað fyrir úrslitaleiki
Mynd: Getty Images
Mynd: BBC
Árið 2017 var gerð skýrsla á vegum UEFA. Í skýrslunni var kannað hvort að Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, væri hentugur staður til þess að halda úrslitaleiki í annað hvort Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni.

Baku sótti um að halda báða úrslitaleikina í ár og fékk Evrópudeildarleikinn. Í skýrslu UEFA kemur fram að Baku væri mjög óhentugur staður til þess að halda úrslitaleiki, sama í hvorri keppnina það væri. Í frétt frá Daily Mail kemur fram að hótelherbergi í 60km radíus frá leikvanginum væru mjög fá og önnur gisting takmörkuð.

Gistipláss hefur lítið verið í umræðunni um það af hverju Baku sé óhentugur staður til þess að halda úrslitaleiki. Í ár hefur umræðan snúist um ferðamáta til Baku sem og miðafjölda sem félögin sem mætast í úrslitaleiknum fá hvort fyrir sig.

Chelsea og Arsenal fá hvort um sig 6000 miða. Völlurinn tekur 68700 manns í sæti og því eru tæplega 57000 miðar sem félögin fá ekki að snerta á. Félögunum tekst þó illa að selja þessa 6000 miða sem félögin fengu. Erfitt er að ferðast til Baku frá London.

The Times segir frá því að heimamenn í Baku hafi nú þegar keypt 23000 miða. Stemningin gæti orðið frekar sérkennileg ef fáir stuðningsmenn Chelsea og Arsenal verða á staðnum til að hvetja sitt lið áfram.

Þá er það málið sem snertir Henrikh Mkhitaryan og hans öryggi. Armenía og Aserbaídsjan hafa átt í erjum til lengri tíma og er ekki hægt að tryggja öryggi hans og hans fjölskyldu. Mkhitaryan mun því ekki fara með Arsenal til Baku.

Þá hefur einhverjum Armenum sem eru ársmiðahafar hjá Arsenal verið meinað að ferðast til Baku á úrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner