Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Chadwick: Var mjög góður að sópa öllu undir teppið
Chadwick var aðeins nítján ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Manchester United. Hann spilaði fyrir U21 landslið Englands en komst aldrei í aðalliðið.
Chadwick var aðeins nítján ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Manchester United. Hann spilaði fyrir U21 landslið Englands en komst aldrei í aðalliðið.
Mynd: Getty Images
Luke Chadwick, fyrrum kantmaður Manchester United, hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir að hafa opnað sig um einelti sem hann varð fyrir á upphafi atvinnumannaferilsins.

Mikið grín var gert af útliti Chadwick í vinsælum sjónvarpsþætti á BBC, They Think It's All Over. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig enda byrjaði eineltið þegar hann var táningur með lítið sjálfstraust.

Grínistinn Nick Hancock sá um þáttinn og hélt uppi brandaranum um útlit Chadwick. Gary Lineker kom reglulega fyrir í þættinum og hafa þeir báðir beðist afsökunar á hegðun sinni. Hancock gerði það í beinni útsendingu í morgunþætti BBC.

„Ég fékk smá sektarkennd þegar ég horfði á hann biðjast afsökunar. Þetta leit mjög óþægilega út, fólk hefur augljóslega verið að segja honum til syndanna þó þetta hafi gerst fyrir mörgum árum. Svo fór sem fór, þetta var aldrei auga fyrir auga. Ég samþykki afsökunarbeiðnina þó ég hafi í raun ekki verið að leitast eftir henni," sagði Chadwick í viðtali við The Guardian og rifjaði svo up tilfinningarnar sem hann upplifði fyrir öllum þessum árum.

„Það vissi enginn að þetta hefði svona mikil áhrif á mig. Ég skammaðist mín of mikið til að ræða þetta á alvarlegum nótum, ég var mjög góður að sópa öllu undir teppið. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki.

„Þegar ég var 19 eða 20 ára og heyrði að einhver ætti í andlegum erfiðleikum þá voru viðbrögðin mín einfaldlega: 'Vertu maður, taktu þig saman í andlitinu'. Þetta sagði ég við sjálfan mig til að hvetja mig í gegnum erfiðleikana. Sem betur fer höfum við lært mikið um andlega erfiðleika á síðustu árum og umræðan opnast talsvert."


Sjá einnig:
Grín var gert að útliti Chadwick: Stressaður fyrir föstudögum
Chadwick tekur við afsökunarbeiðni frá Lineker
Athugasemdir
banner
banner
banner