Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tókum smá spjall eftir Keflavíkurleikinn, ég og hann"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikkel Dahl skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leikni í sumar þegar hann jafnaði í 1-1 gegn KR á laugardag.

Mikkel var fenginn frá Færeyjum í vetur en þar hafði hann orðið markakóngur á síðasta tímabili.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Leikurinn gegn KR var liður í sjöundu umferð Bestu deildarinnar en eftir leik gegn Keflavík í fimmtu umferð ræddi Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, við Mikkel.

Siggi tók danska framherjann af velli í hálfleik gegn Keflavík og eftir leik ræddu þeir saman. Siggi sagði frá því í viðtali eftir leikinn gegn KR.

„Við tókum smá spjall eftir Keflavíkurleikinn, ég og hann. Hann var frábær á móti Fram og virkilega sterkur í dag. Hann er loksins farinn að sýna aftur það sem hann var að sýna í vetur. Það er mjög spennandi að sjá hvernig hann heldur áfram með það."

Mikkel er 28 ára framherji sem skoraði 27 mörk í 25 leikjum í færeysku Betri-deildinni í fyrra.
Siggi Höskulds: Ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner