West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   mið 24. maí 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo hélt lífi í titilvonum Al-Nassr
Mynd: Getty Images

Al-Nassr er í gríðarlega spennandi toppbaráttu í efstu deild í Sádí-Arabíu. Liðið er þremur stigum frá toppnum þegar tvær umferðir eru eftir.


Það var enginn annar en Cristiano Ronaldo sem sá til þess að Al-Nassr sé enn í titilbaráttunni.

Liðið mætti Al-Shabab í gær sem er í 3. sæti deildarinnar en Al-Nassr vann leikinn 3-2.

Al-Shabab komst í 2-0 en Al-Nassr náði að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik náði Al-Nassr að jafna.

Þegar um það bil klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Cristiano Ronaldo með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn og tryggði Al-Nassr stigin þrjú.

Síðustu tveir leikir liðsins eru gegn liðum sem sitja um miðja deild.

Markið hans Ronaldo í gær má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner