Ítalskir fjölmiðlar segja að Kevin De Bruyne sé að færast nær því að semja við ítalska félagið Napoli.
De Bruyne er falur á frjálsri sölu þegar samningur hans við Manchester City rennur út eftir viku.
De Bruyne er falur á frjálsri sölu þegar samningur hans við Manchester City rennur út eftir viku.
Hann er með fleiri tilboð, meðal annars frá Chicago Fire í bandarísku MLS-deildinni, en líklegast er talið að hann gangi í raðir Napoli sem sé búið að bjóða honum þriggja ára samning.
Þess má geta að De Bruyne, sem er 33 ára, hélt brúðkaupið sitt í Sorrento, rétt hjá Napoli.
Samkvæmt Fabrizio Romano og Matteo Moretto er De Bruyne með tilboð frá Napoli um 6 milljónir evra á ári fyrir fyrstu tvö árin en það detti svo niður í 5 milljónir það þriðja. Það er mikil launalækkun frá því sem hann hefur verið með hjá City.
Það má búast við ákvörðun frá De Bruyne á næstu dögum. Napoli vann Ítalíumeistaratitilinn í gær, í annað sinn á þremur árum.
Athugasemdir