Arminia Bielefeld 2 - 4 Stuttgart
0-1 Nick Woltemade ('15 )
0-2 Enzo Millot ('22 )
0-3 Deniz Undav ('28 )
0-4 Enzo Millot ('66 )
1-4 Julian Kania ('82 )
2-4 Josha Vagnoman ('85 , sjálfsmark)
0-1 Nick Woltemade ('15 )
0-2 Enzo Millot ('22 )
0-3 Deniz Undav ('28 )
0-4 Enzo Millot ('66 )
1-4 Julian Kania ('82 )
2-4 Josha Vagnoman ('85 , sjálfsmark)
Stuttgart vann spútnikliðið Arminia Bielefeld í úrslitaleik þýska bikarsins í Berlín en leiknum var að ljúka rétt í þessu.
Bielefeld tryggði sér nýlega sigur í þýsku C-deildinni og þátttaka liðsins í bikarnum hefur verið mikið ævintýri. Liðið sigraði Hannover, Union Berlin, Freiburg, Werder Bremen og Bayer Leverkusen á leið sinni í úrslitaleikinn.
Í Berlín mættu þeir hinsvegar ofjörlum sínum. Stuttgart skoraði þrjú mörk á þréttan mínútna kafla í fyrri hálfleik og komst svo fjórum mörkum yfir í leiknum. Bielefeld náði að skora tvívegis í lokin til að laga stöðuna en Stuttgart tryggði sér bikarinn.
Stuttgart endaði í níunda sæti þýsku Bundesligunnar en tryggði sér Evrópuþátttöku með sigrinum í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Stuttgart vinnur þýska bikarinn en liðið lyfti honum síðast 1997.
Bielefeld getur borið höfuðið hátt eftir tímabilið en félagið var í efstu deild 2022 en hefur glímt við vandræði og fjárhagserfiðleika undanfarin ár.
Athugasemdir