Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 17:11
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Sjö marka leikur á Ólafsvíkurvelli - Fyrsti sigur Víðis
Jordan Adeyemo skoraði tvennu í síðari hálfleik fyrir Ægi
Jordan Adeyemo skoraði tvennu í síðari hálfleik fyrir Ægi
Mynd: Ægir
Goran var hetja Kormáks/Hvatar
Goran var hetja Kormáks/Hvatar
Mynd: Kormákur/Hvöt
Víðir náði í fyrsta sigur sinn
Víðir náði í fyrsta sigur sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í 4. umferð 2. deildar karla en þar vann Ægir magnaðan 4-3 sigur á Víkingi Ó. á Ólafsvíkurvelli á meðan Víðir vann sinn fyrsta sigur með því að leggja Hött/Huginn að velli, 3-1.

Víkingur Ó. kastaði frá sér tveggja marka forystu á heimavelli sínum.

Kwame Quee og Luis Romero Jorge komu Ólsurum í 2-0 í byrjun leiksins, en gestirnir í Ægi komu til baka. Daníel Karl Þrastarson minnkaði muninn áður en Dimitrije Cokic jafnaði í byrjun síðari hálfleiks.

Jordan Adeyemo bætti við tveimur mörkum á tæpum tuttugu mínútum áður en Ivan Cristobal náði í eitt sárabótarmark fyrir Ólafsvíkinga þegar lítið var eftir af leiknum.

Annar sigur Ægis og liðið nú með 7 stig en Ólsarar með 5 stig.

Víkingur Ó. 3 - 4 Ægir
1-0 Kwame Quee ('1 )
2-0 Luis Romero Jorge ('13 )
2-1 Daníel Karl Þrastarson ('30 )
2-2 Dimitrije Cokic ('48 )
2-3 Jordan Adeyemo ('63 )
2-4 Jordan Adeyemo ('81 )
3-4 Ivan Lopez Cristobal ('91 )

Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Daði Kárason, Ivan Lopez Cristobal, Anel Crnac (59'), Luke Williams (46'), Luis Romero Jorge, Luis Alberto Diez Ocerin, Ingólfur Sigurðsson (59'), Björn Henry Kristjánsson (59'), Asmer Begic (72'), Kwame Quee
Varamenn Gabriel Þór Þórðarson (59'), Kristófer Áki Hlinason (59'), Ingvar Freyr Þorsteinsson (46'), Brynjar Óttar Jóhannsson, Björn Darri Ásmundsson (59'), Ellert Gauti Heiðarsson (72'), Kristall Blær Barkarson (m)

Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Aron Fannar Hreinsson (46'), Atli Rafn Guðbjartsson, Jordan Adeyemo (90'), Sigurður Óli Guðjónsson, Einar Breki Sverrisson, Benedikt Darri Gunnarsson, Daníel Karl Þrastarson (73'), Baptiste Gateau, Bjarki Rúnar Jónínuson (88')
Varamenn Ísak Aron Ómarsson, Anton Breki Viktorsson (73), Dimitrije Cokic (46), Bilal Kamal (90), Aron Daníel Arnalds (88), Ivan Rodrigo Moran Blanco, Aron Óskar Þorleifsson (m)

Víðir vann fyrsta leik sinn er liðið vann Hött/Huginn, 3-1, á Fellavelli.

Bjarki Fannar Helgason kom Hetti/Hugin yfir á 2. mínútu áður en Víðismenn svöruðu aðeins níu mínútum síðar.

Cristovao Martins kom Víði í 2-1 á 57. mínútu áður en Markús Máni Jónsson gulltryggði sigurinn fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Víðir er kominn með fjögur stig en Höttur/Huginn með aðeins eitt stig.

Höttur/Huginn 1 - 3 Víðir
1-0 Bjarki Fannar Helgason ('2 )
1-1 Alexis Alexandrenne ('11 )
1-2 Cristovao A. F. Da S. Martins ('57 )
1-3 Markús Máni Jónsson ('85 )

Höttur/Huginn André Musa Solórzano Abed, Gerard Tomas Iborra, Genis Arrastraria Caballe, Þór Albertsson (78'), Rafael Llop Caballe, Danilo Milenkovic, Bjarki Fannar Helgason (37'), Kristófer Páll Viðarsson, Stefán Ómar Magnússon (63'), Sæþór Ívan Viðarsson (63'), Kristján Jakob Ásgrímsson
Varamenn Valdimar Brimir Hilmarsson, Þórhallur Ási Aðalsteinsson (37'), Árni Veigar Árnason, Bjarki Nóel Brynjarsson (63'), Ívar Logi Jóhannsson (63'), Björgvin Stefán Pétursson (78'), Brynjar Smári Ísleifsson (m)

Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia (m), Paolo Gratton (27'), Alexis Alexandrenne, Markús Máni Jónsson (85'), David Toro Jimenez (85'), Uros Jemovic (63'), Cristovao A. F. Da S. Martins (63'), Björgvin Freyr Larsson, Haraldur Smári Ingason, Cameron Michael Briggs, Kristófer Snær Jóhannsson
Varamenn Dusan Lukic (85), Ottó Helgason, Daniel Beneitez Fidalgo (63), Dominic Lee Briggs (63), Aron Örn Hákonarson (85), Róbert William G. Bagguley (27), Jón Orri Sigurgeirsson (m)

Kormákur/Hvöt lagði Kára að velli, 1-0, á Blönduósi. Goran Potkozarac skoraði eina markið á 7. mínútu leiksins.

Kristinn Bjarni Andrason, leikmaður Kormáks/Hvatar, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks, en það kom ekki að sök. Kormákur/Hvöt er með 6 stig en Kári aðeins 3 stig.

Kormákur/Hvöt 1 - 0 Kári
1-0 Goran Potkozarac ('7 )
Rautt spjald: Kristinn Bjarni Andrason , Kormákur/Hvöt ('90)

Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Sigurður Pétur Stefánsson, Acai Nauset Elvira Rodriguez, Helistano Ciro Manga, Matheus Bettio Gotler, Moussa Ismael Sidibe Brou (38'), Goran Potkozarac, Abdelhadi Khalok El Bouzarrari (88'), Juan Carlos Dominguez Requena, Marko Zivkovic (46'), Jaheem Burke
Varamenn Papa Diounkou Tecagne (46'), Kristinn Bjarni Andrason (38'), Jón Gísli Stefánsson (75'), Sigurður Bjarni Aadnegard (88'), Hlib Horan, Sergio Francisco Oulu, Stefán Freyr Jónsson

Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Sigurjón Logi Bergþórsson (46'), Benjamín Mehic, Tómas Týr Tómasson (88'), Hektor Bergmann Garðarsson (66'), Birkir Hrafn Samúelsson, Máni Berg Ellertsson (75'), Sveinn Svavar Hallgrímsson (75'), Oskar Wasilewski, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Matthías Daði Gunnarsson
Varamenn Marinó Hilmar Ásgeirsson (46), Sigurður Hrannar Þorsteinsson (66), Mikael Hrafn Helgason (75), Marteinn Theodórsson (75), Þór Llorens Þórðarson, Börkur Bernharð Sigmundsson (88)
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur V. 4 4 0 0 7 - 2 +5 12
2.    Haukar 4 3 1 0 9 - 4 +5 10
3.    KFA 4 2 1 1 12 - 5 +7 7
4.    Ægir 4 2 1 1 8 - 6 +2 7
5.    Grótta 4 2 1 1 5 - 4 +1 7
6.    Kormákur/Hvöt 4 2 0 2 5 - 11 -6 6
7.    Víkingur Ó. 4 1 2 1 9 - 7 +2 5
8.    Dalvík/Reynir 4 1 1 2 5 - 4 +1 4
9.    Víðir 4 1 1 2 5 - 6 -1 4
10.    Kári 4 1 0 3 4 - 6 -2 3
11.    Höttur/Huginn 4 0 1 3 3 - 10 -7 1
12.    KFG 4 0 1 3 3 - 10 -7 1
Athugasemdir
banner
banner