Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
   lau 24. maí 2025 16:49
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í Boganum í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  0 Stjarnan

„Það er bara hamingja með það að hafa unnið mjög sterkt lið Stjörnunnar. Þetta var baráttuleikur, mikið fram og aftur. Mér fannst við ná ágætis stjórn annað slagið," segir Jóhann.

„Það var þreyta komin í okkur í restina en ég er mjög ánægður með að hafa náð að landa þessu og ánægður með að halda hreinu. Það hefur gengið illa að verja markið okkar en við gerðum það nokkuð vel í dag. Það eru jákvæð skref í þessu en við getum gert betur."

Henríetta Ágústsdóttir meiddist í leik gegn Fram á dögunum.

„Hún varð fyrir ljótri tæklingu í síðasta leik en er sterkur karakter. Við erum að stefna að því að hún komi til baka í næsta leik, sem er eftir tvær vikur. Hún er svakalega bólgin ennþá og svo það er ekki alveg komin niðurstaða."

Það er að koma landsleikjahlé í deildinni en þegar Þór/KA fer aftur í gang í júní bíða heldur betur erfiðir leikir.

„Nú tökum við pásunni fagnandi. Þurfum að hlaða batteríin. Leikmenn eru þreyttir. Við eigum svokallaða 'Hell Week' framundan, Þróttur úti, FH í bikar heima og Blikar heima. Þetta eru liðin sem eru að hnykla vöðvana hvað mest í byrjun móts."
Athugasemdir
banner