Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   lau 24. maí 2025 16:49
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í Boganum í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  0 Stjarnan

„Það er bara hamingja með það að hafa unnið mjög sterkt lið Stjörnunnar. Þetta var baráttuleikur, mikið fram og aftur. Mér fannst við ná ágætis stjórn annað slagið," segir Jóhann.

„Það var þreyta komin í okkur í restina en ég er mjög ánægður með að hafa náð að landa þessu og ánægður með að halda hreinu. Það hefur gengið illa að verja markið okkar en við gerðum það nokkuð vel í dag. Það eru jákvæð skref í þessu en við getum gert betur."

Henríetta Ágústsdóttir meiddist í leik gegn Fram á dögunum.

„Hún varð fyrir ljótri tæklingu í síðasta leik en er sterkur karakter. Við erum að stefna að því að hún komi til baka í næsta leik, sem er eftir tvær vikur. Hún er svakalega bólgin ennþá og svo það er ekki alveg komin niðurstaða."

Það er að koma landsleikjahlé í deildinni en þegar Þór/KA fer aftur í gang í júní bíða heldur betur erfiðir leikir.

„Nú tökum við pásunni fagnandi. Þurfum að hlaða batteríin. Leikmenn eru þreyttir. Við eigum svokallaða 'Hell Week' framundan, Þróttur úti, FH í bikar heima og Blikar heima. Þetta eru liðin sem eru að hnykla vöðvana hvað mest í byrjun móts."
Athugasemdir
banner