Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 24. maí 2025 22:29
Elvar Geir Magnússon
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var undir gegn Stjörnunni í hálfleik í kvöld en vann á endanum 3-1 sigur. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og Daði Berg Jónsson, sem skoraði tvö mörk, ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn. Vestramenn notuðu hálfleikinn til að fara vel yfir málin og endurstilla sig.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  1 Stjarnan

„Við byrjuðum leikinn gríðarlega illa og ég verð að taka það á mig. Spennustigið sem við komum með inn í leikinn var ekki gott. Ég reyndi að keyra það upp inn í klefa fyrir leik og fékk það í bakið," segir Davíð.

„Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vildum mæta aggressífari í seinni hálfleik og vera hugrakkari á boltann, komast betur inn í leikinn."

Talað hefur verið um að það sé mikilvægt að skora fyrsta markið í leikjum gegn Vestra. Stjarnan gerði það í kvöld en tapaði samt.

„Þó þú komist yfir gegn Vestraliðinu þá er alltaf trú í okkur. Við erum bara fínt fótboltalið, hvort sem við lendum undir eða hvað það er," segir Davíð.

Morten Ohlsen Hansen var ekki með Vestra í kvöld.

„Hann er á fæðingardeildinni með konunni sinni, á von á sínu fyrsta barni. Við óskum honum alls hins besta. Við fáum hérna fullmótaðan föður til í að taka enn meiri ábyrgð þegar hann kemur til baka."

Í sjónvarpinu hér að ofan er einnig rætt við Daða Berg en í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik spurði Henry Birgir Gunnarsson hann að því hvað Davíð Smári hefði sagt í klefanum í hálfleik. „Það er eiginlega ekki við hæfi barna," sagði Daði og glotti út í annað áður.
Athugasemdir
banner
banner