
„Bara súrt," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna þegar hann var beðinn um fyrstu viðbrögð.
„Við lögðum mikið í þennan leik, sérstaklega seinni hálfleikinn. Þór/KA er með hörkulið og var með yfirhöndina í fyrri. Við spiluðum seinni hálfleikinn virkilega vel og hefðum viljað fá eitthvað út úr þessu."
„Við lögðum mikið í þennan leik, sérstaklega seinni hálfleikinn. Þór/KA er með hörkulið og var með yfirhöndina í fyrri. Við spiluðum seinni hálfleikinn virkilega vel og hefðum viljað fá eitthvað út úr þessu."
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 0 Stjarnan
Stjörnuliðið byrjaði tímabilið herfilega og var Jóhannes Karl spurður út í þróun liðsins eftir erfiða byrjun.
„Ég er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu. Þetta er umferð sjö held ég, við vorum búin að vinna þrjá af síðustu fjórum (fyrir leikinn í dag). Við töpum í dag og svo höldum við áfram."
Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir stöðuna á leikmannahópnum hjá sér.
Athugasemdir