
Arsenal 1 - 0 Barcelona
1-0 Stina Blackstenius ('74 )
Arsenal vann glæsilegan sigur á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna en leikurinn var spilaður í Lissabon í dag.
Hin sænska Stina Blackstenius var hetja Arsenal en hún skoraði fallegt mark á 74. mínútu, mark sem reyndist eina mark leiksins.
Þetta er í annað sinn í sögunni sem Arsenal vinnur Meistaradeild kvenna en félagið vann síðast þennan titil fyrir átján árum.
1-0 Stina Blackstenius ('74 )
Arsenal vann glæsilegan sigur á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna en leikurinn var spilaður í Lissabon í dag.
Hin sænska Stina Blackstenius var hetja Arsenal en hún skoraði fallegt mark á 74. mínútu, mark sem reyndist eina mark leiksins.
Þetta er í annað sinn í sögunni sem Arsenal vinnur Meistaradeild kvenna en félagið vann síðast þennan titil fyrir átján árum.
Hið frábæra lið Barcelona var yfir í öllum tölfræðiþáttum í leiknum og hafði möguleika á því að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð.
„Við lögðum svo mikla vinnu á okkur og tilfinningin er algjörlega ótrúleg. Við vissum að við þyrftum að 'þjást' mikið í þessum leik og það kæmu stundir þar sem við myndum ekki vera með boltann. Við þurftum að halda einbeitingu og vera meðvitaðar um að okkar tækifæri myndi koma," segir Alessia Russo, framherji Arsenal.
Athugasemdir