Allt bendir til þess að Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, taki við þýska liðinu Bayer Leverkusen.
Ten Hag hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í október.
Ten Hag hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í október.
Xabi Alonso er að hætta með Leverkusen en fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni taka við Real Madrid.
Leverkusen vann deild og bikar í Þýskalandi á síðasta tímabili en liðið vann Kaiserslautern í úrslitaleik bikarsins.
Leverkusen endaði í öðru sæti deildarinnar í ár og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Ten Hag stýrði varaliði Bayern München á sínum tíma. Þessi fyrrum stjóri Ajax vann FA-bikarinn og deildabikarinn á stjóratíð sinni hjá United.
Athugasemdir