Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 17:38
Elvar Geir Magnússon
Leverkusen að ná samkomulagi við Ten Hag
Mynd: EPA
Allt bendir til þess að Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, taki við þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Ten Hag hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester United í október.

Xabi Alonso er að hætta með Leverkusen en fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni taka við Real Madrid.

Leverkusen vann deild og bikar í Þýskalandi á síðasta tímabili en liðið vann Kaiserslautern í úrslitaleik bikarsins.

Leverkusen endaði í öðru sæti deildarinnar í ár og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Ten Hag stýrði varaliði Bayern München á sínum tíma. Þessi fyrrum stjóri Ajax vann FA-bikarinn og deildabikarinn á stjóratíð sinni hjá United.
Athugasemdir
banner