Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 18:40
Elvar Geir Magnússon
Neville bannaður frá heimavelli Forest
Neville gagnrýndi eiganda Nottingham Forest.
Neville gagnrýndi eiganda Nottingham Forest.
Mynd: EPA
Evangelos Marinakis.
Evangelos Marinakis.
Mynd: EPA
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, getur ekki starfað í kringum mikilvægan leik Nottingham Forest og Chelsea á morgun.

Ástæðan er sú að Forest hefur sett hann í bann frá heimavelli sínum, City Ground, og hann fær ekki fjölmiðlaaðgang á leikinn.

Neville gagnrýndi eiganda Forest, Evangelos Marinakis, eftir að hann hafði farið inn á völlinn og talað beint við Nuno Espirito Santo stjóra eftir 2-2 jafntefli gegn Leicester fyrr í þessum mánuði.

„Svona hegðun er langt fyrir neðan allar hellur," sagði Neville meðal annars í útsendingu eftir þann leik. Hann segir það vonbrigði að flott félag eins og Nottingham Forest taki ákvörðun um að setja sig í bann frá leikvangi sínum.

Forest er í sjöunda sæti en getur komist í Meistaradeildina ef liðið vinnur Chelsea og önnur úrslit falla með liðinu.
Athugasemdir