Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 21:35
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Trylltur fögnuður í Madrídarborg
Rayo Vallecano fer í Sambandsdeildina.
Rayo Vallecano fer í Sambandsdeildina.
Mynd: EPA
Það voru sex leikir í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar þennan laugardaginn og það var spenna í Evrópubaráttunni.

Allt trylltist hjá stuðningsmönnum Madrídarliðsins Rayo Vallecano. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Mallorca en innsiglaði sæti í Sambandsdeildinni með því að enda í áttunda sæti. Stuðningsmenn liðsins geystu inn á völlinn eftir lokaflaut.

Celta Vigo tryggði sér sæti í Evrópudeildinni en liðið vann 2-1 útisigur gegn Getafe. Celta hafnar í sjöunda sæti og fer í Evrópudeildina líkt og Real Betis.

Osasuna missti af Evrópusæti en liðið hefði hrifsað Sambandsdeildarsætið ef það hefði náð að vinna Alaves.

Leganes vann Valladolid 3-0 í dag en fellur þrátt fyrir það niður í B-deildina þar sem Espanyol vann Las Palmas og náði þar með að forðast falldrauginn. Leganes, Las Palmas og Real Valladolid féllu.

Rayo Vallecano 0 - 0 Mallorca

Getafe 1 - 2 Celta
1-0 Borja Mayoral ('11 )
1-1 Borja Iglesias ('25 )
1-2 Iago Aspas ('80 )
Rautt spjald: Domingos Duarte, Getafe ('90)

Alaves 1 - 1 Osasuna
1-0 Carlos Vicente ('56 , víti)
1-1 Raul Garcia ('88 )

Leganes 3 - 0 Valladolid
1-0 Javi Hernandez ('24 )
2-0 Yan Diomande ('36 )
3-0 Juan Cruz ('40 )

Espanyol 2 - 0 Las Palmas
1-0 Javi Puado ('65 , víti)
2-0 Pere Milla ('82 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 37 27 4 6 99 39 +60 85
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 37 21 10 6 64 30 +34 73
4 Athletic 37 19 13 5 54 26 +28 70
5 Villarreal 37 19 10 8 67 49 +18 67
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 37 10 11 16 40 51 -11 41
17 Girona 37 11 8 18 44 56 -12 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner